Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Lífið er núna dagurinn!

9. febrúar 2023

Þann 9. febrúar nk ætlar Kraftur að fagna fyrsta Lífið er núna deginum.

Héðan í frá verður hann haldinn annan fimmtudag í febrúar.

Tilgangur dagsins er að minna fólk á að staldra aðeins við njóta líðandi stundar og gefa sér tíma. Einnig er tilvalið að nýta daginn og láta gott af sér leiða, hrósa fólki og sjálfum sér. Nota spari- stellið og peysuna sem þú ætlaðir alltaf að nota við ákv. tilefni.

Ekki bíða eftir mómentinu, búðu það til á Lífið er núna daginn.

Til að fagna þessum degi með okkur, hvetjum við fólk og vinnustaði að gera appelsínugula litnum hátt undir höfði, brjóta upp daginn, skapa minningar með sínu besta fólki og minna hvort annað á að Lífið er núna.

Sætar syndir ætla að vera með okkur til að aðstoða við að poppa upp daginn og bjóða upp á Lífið er núna köku þar sem hluti af andvirði kökunnar rennur til Krafts.

Við erum auðvitað með fínu Lífið er núna servíetturnar okkar sem og geggjaðan Lífið er núna borða sem hægt er að skreyta skrifstofuna með.

ATH! Það er ekki möst að kaupa neitt, bara nýta daginn til að brjóta upp stemminguna og hafa gaman 😊

Upplýsingar

Dagsetning:
9. febrúar 2023
Vefsíða:
https://fb.me/e/2d01A6iag

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website