Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Lífið er núna helgi á Ströndum

29. október 2021 @ 15:00 - 31. október 2021 @ 15:00

Ekki láta þessa helgi fram hjá þér fara – um er að ræða endurnærandi og ævintýralega helgi meðal jafningja dagana 29. til 31. október þar sem gist verður á Hótel Laugarhól. Ótrúlega fallegt og notalegt hótel í Bjarnarfirði á Ströndum þar sem við höfum heita sundlaug og náttúrulaug í bakgarðinum.

Helgin er bæði hugsuð fyrir krabbameinsgreinda sem og aðstandendur. Einungis er pláss fyrir 30 manns svo um að gera að tryggja sér sæti sem fyrst með því að skrá sig hér. 

Þátttökugjaldið fyrir helgina er 2500 kr. á mann og er gisting, matur og dagskrá allt innifalið. 

Lífið er núna helgin er endurnærandi helgi fyrir félagsmenn Krafts þar sem við njótum þess að vera saman í fallegu umhverfi og byggjum okkur upp líkamlega og andlega.

 

NÁNARI DAGSKRÁ VERÐUR AUGLÝST SÍÐAR.

Nánari upplýsingar í gegnum kraftur@kraftur.org

Upplýsingar

Byrjar:
29. október 2021 @ 15:00
Lýkur:
31. október 2021 @ 15:00
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/1199652983870451

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website

Staðsetning

Hótel Laugarhóll
Bjarnarfjörður
Hólmavík, 510 Iceland
+ Google Map
View Staðsetning Website