Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Perlað af Krafti – AUKAperluviðburður í Reykjavík

1. febrúar @ 16:00 - 20:00

Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, ætlar að halda AUKAperluviðburð fimmtudaginn, 1. febrúar í húsi Krabbameinsfélagsins 4. hæð. Það verður opið hús milli klukkan 16 og 20.

Ef þú náðir ekki að koma í Hörpu 21. janúar þá er þetta frábært tilefni til að mæta og leggja hönd á perlu. Að sjálfsögðu eru líka öll þau sem komu í Hörpu líka velkomin.

Endilega meldaðu þig á þennan viðburð eða skráðu þig í formið okkar svo við vitum hversu margir koma. Mátt endilega líka deila með öðrum.

Hver perla skiptir máli og vantar okkur fleiri perluð armbönd svo við biðlum til allra sem vilja leggja hönd á perlu og hjálpa þannig okkur að hjálpa öðrum.

Upplýsingar

Dagsetning:
1. febrúar
Tímasetning:
16:00 - 20:00