Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Sjálfsefling í erfiðleikum – fyrirlestur

18. september 2018 @ 17:15 - 18:30

Þriðjudaginn 18. september nk. verður haldinn fyrsti fyrirlesturinn í mánaðarlegri fyrirlestraröð Krafts – Ungt fólk og krabbamein.
 
Sjálfsefling í erfiðleikum
Sigrún Þóra Sveinsdóttir, klínískur sálfræðingur með sérmenntun í sálfræði heilsueflingar, fjallar um hvernig við getum eflt okkur sjálf með ýmsum ráðum í veikindum og erfiðleikum.
 
Sérstakur gestur verður Ragnheiður Guðmundsdóttir, sem greindist með lífhimnukrabbamein en lét það ekki aftra sér frá því að ganga Jakobsveginn til endurhæfingar og mun hún fjalla um gönguna og hvaða áhrif hún hafði á sig til heilsueflingar.
 
Fyrirlesturinn hefst kl 17.15 og verður haldinn í húsakynnum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, 1. hæð..
 
Fyrirlesturinn er öllum opinn og boðið verður upp á léttar veitingar.
Fyrirlestrinum verður streymt í beinni á netinu og mun einnig vera sýnt frá Krabbameinsfélaginu á Akureyri.

Upplýsingar

Dagsetning:
18. september 2018
Tímasetning:
17:15 - 18:30
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/264265044207511/

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website