Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

Sumarganga Krafts með Midgard Adventures

26. júní - 27. júní

Ekki missa af þessu frábæra gönguævintýri! 

Við stefnum á en eina ævintýraferðina með Midgard Adventure í sumar.

Nánar tiltekið 26. júní nk.

Sannkölluð Midgard Adventure surprice ferð – tekið verður mið af veðri  og aðstæðum á göngudegi hvaða leið verður fyrir valinu. Það eru ævintýragönguleiðir hvert sem litið er allt í kring um Midgard Base Camp.

Dagskrá 26. júní:
kl 9:30 Mæting í Midgard Base Camp og staðan tekin –

kl 10:00  Lag af stað í ævintýragöngu samkv. veðri og vindum.

Seinni part dags erum við komin til baka í Midagard og gæðum okkur á ljúffengum hamborgara og kældum drykk.

Síðan bíður potturinn og uppábúin koja fyrir þreytta göngugarpa.

Skráning er nauðsynleg og staðfestingargjald er 3.500 kr. og verður sent út þegar skráningarfrestur rennur út 18. júní.

Hvað er innifalið?

  • Gönguleiðsögn með reyndum leiðsögumönnum Midgard
  • Skutl frá Hvolsvelli að göngustað
  • Hamborgari og bjór/gos við lok göngu
  • Gisting í eina nótt í uppábúinni koju á Midgard Base Camp
  • Morgunverður
  • Aðgangur að heitum potti og sauna á Midgard Base Camp

Hvað er EKKI innifalið?

  • Allur göngubúnaður, skór, stafir, fatnaður o.s.frv.
  • Nesti í göngunni – hægt að óska eftir sérstökum nestispakka frá Midgard fyrir 5.800 kr aukalega
  • Nasl og drykkir á Midgard Base Camp
  • Keyrsla að Midagard Base Camp Hvolsvelli

Gangan er fyrir alla félagsmenn í Krafti
Ekki er gert ráð fyrir börnum í þessari ferð.

Upplýsingar

Byrjar:
26. júní
Lýkur:
27. júní

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website

Staðsetning

Midgard Base Camp
Duftþaksbraut 16
Hvolsvöllur, 860 Iceland
+ Google Map
View Staðsetning Website