Dagskráin er komin á hreint!
Sirkus Íslands – blöðrudýr, andlitsmálun og sápukúlufjör
Húlla dúllan
Leikhópurinn Lotta
Dilja Péturs og DJ Gugga
Herra Hnetusmjör
Hamborgarabúllan verður auðvitað á sínum stað.
Vinsamlegast meldið ykkur á viðburðinn með því að smella hér, svo við vitum ca. fjölda þeirra sem mæta upp á að hafa nóg af mat fyrir mannskapinn
Þetta verður dásamlegur dagur fyrir alla fjölskylduna og hvetjum við gamla sem og nýja félagsmenn að fjölmenna og fagna með okkur í sumarblíðunni.
—————
Guðmundarlundur er rétt hjá hesthúsunum við Heimsenda í Kópavogi (Elliðavatns megin). Breiðholtsbraut er ekin í átt að Víðidal, beygt á ljósunum við Vatnsendahvarf (hjá World Class og Bónus). Keyrt er eftir Vatnsendavegi þar til komið er í þriðja hringtorgið þá er tekin síðasta beygjan að Þingmannaleið. Þar er skilti sem segir Heimsendi. Sú gata er keyrð þar til Heimsendi er á hægri hönd og þá á að vera skilti á vinstri hönd sem segir Guðmundarlundur. Keyrt upp á hæðina þar til komið er að skógræktarsvæði með grænu hliði, þar er Guðmundarlundur. Við munum líka setja appelsínugular merkingar til að vísa þér leiðina.