Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Sýrlenskur kvöldverður til styrktar Krafti

22. mars 2017 @ 18:00 - 21:00

2500kr

Kæru vinir,

Hafið þið bragðað sýrlenskan mat? Ef ekki, þá er kominn tími til!

Við erum hópur Sýrlendinga, búsett á Íslandi. Sum okkar komu hingað sem flóttafólk, önnur af öðrum ástæðum.
En öll eigum við það sameiginlegt að hafa verið afar vel tekið af Íslendingum og langar að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins.

Sjálfur kynntist ég Krafti í gegnum átakið „Lífið er núna“. Ég lærði um það mikilvæga starf sem samtökin vinna og vissi strax að mig langaði að gera eitthvað til að styðja við það. Baráttan við krabbamein er barátta okkar allra.
Ég hafði samband við Kraft, sem tók vel í erindið, og nú vonumst við til að sjá ykkur sem flest.
Þetta er frábært tækifæri til að styrkja gott málefni og kynna sér sýrlenska matarhefð í leiðinni.

Fyrir hönd hópsins,

Kinan Kadoni

Upplýsingar

Dagsetning:
22. mars 2017
Tímasetning:
18:00 - 21:00
Verð:
2500kr

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website