Skip to main content

Hver eru rökin fyrir því að breytt var úr skimun á þriggja ára fresti í fimm ára fresti?

Skimun er ákveðið kerfi sem sett er upp fyrir heilt þjóðfélag. Skimunarleiðbeiningar eru byggðar á bestu þekkingu á hverjum tíma. HPV mæling hefur verið tekin upp í mörgum löndum á síðustu árum og er metin um 90% næm til að meta áhættuna á frumubreytingum. Frumuskoðun hefur verið metin um 70% næm til að finna frumubreytingar. Þess vegna er talið öruggt að auka tíma milli skimana eftir 30 ára aldur. Nýjar rannsóknaraðferðir leysa eldri af hólmi og stöðugt er verið að finna nýjar og betri leiðir.

Það er ekki hægt að panta skimun eftir eigin vali og þurfum við að halda okkur við ákveðin skilgreind aldursviðmið með þó nokkra mánaða sveigjanleika. Þú getur pantað tíma í leghálsskimun án þess að vera búin að fá boðsbréfið ef það er að koma tími á nýja skimun( +/- 3 mánuðir.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu