Skip to main content

Aðalfundur Krafts 30.apríl

By 16. apríl 2019mars 25th, 2024Fréttir

Aðalfundur Krafts verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8 og hefst kl. 18:00.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins starfsárs.
  3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  4. Stefnumótunarvinna kynnt.
  5. Lagabreytingar.
  6. Kjör tveggja manna í stjórn til tveggja ára og tveggja varamanna til eins árs.
  7. Kjör formanns til tveggja ára.
  8. Kjör þriggja fulltrúa í stjórn Neyðarsjóðsins.
  9. Kjör löggilts endurskoðanda reikninga félagsins.
  10. Ákvörðun um félagsgjald.
  11. Önnur mál.Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa skuldlausir félagsmenn.

Óskað er eftir framboðum til stjórnar samkvæmt dagskrá. Sem fyrr segir er óskað eftir tveimur aðalmönnum í stjórn og tveimur varamönnum.
Einnig er kosið til formanns til tveggja ára.

Framboð skulu berast til framkvæmdastjóra á netfangið hulda@kraftur.org þar sem fram kemur nafn, kennitala og upplýsingar um viðkomandi. Framboð skulu berast eigi síðar en fös 26.apríl. 

Við hvetjum alla félagsmenn til að fjölmenna á aðalfund félagsins.