Skip to main content

Dagskrá Krafts í febrúar

By 2. febrúar 2021febrúar 15th, 2021Fréttir

Við erum ekkert smá spennt fyrir febrúar. Í fyrsta sinn í sögu Krafts, verðum við með söfnunarútsendingu fyrir Kraft. Fimmtudagskvöldið, 4. febrúar, á alþjóðadegi gegn krabbameinum, verður söfnunar- og skemmtiþáttinn „Lífið er núna“ í beinni útsendingu á Sjónvarpi Símans, K100 og í netstreymi á www.mbl.is. Þú getur séð stikluna frá Símanum hér.

Kraftur hefur fengið landsþekkta skemmtikrafta og tónlistarfólk í lið með sér til að skemmta áhorfendum og eru það engin önnur en GDRN, Valdimar, Ari Eldjárn, Sigríður Thorlacius og Páll Óskar sem munu stíga á stokk. Sóli Hólm og Sóley Kristjánsdóttir verða kynnar kvöldsins og munu þau einnig fá gott fólk í sófann til sín til að spjalla um málefni ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda. Við hvetjum þig og landsmenn alla til að horfa á og njóta augnabliksins með okkur. Endilega deildu viðburðinum á Facebook og bjóddu þínum vinum á hann svo að sem flestir sameinast fyrir framan sjónvarpsskjáinn á fimmtudaginn.

Viðburðir í febrúar

Við erum að fikra okkur í raunheima á ný en verðum bæði með rafræna hittinga og hittinga í persónu. Þú getur séð viðburðina með því að skrolla niður. Vekjum athygli á að FítonsKraftur er farinn að æfa aftur í tækjasal en fyrir þau sem ekki treysta sér eða eiga ekki heimankomið er alltaf FjarKraftur í boði

Í átt að betri heilsu – yoganámskeið

Félagsmenn Krafts fá 20% afslátt af rafræna námskeiðinu – Í átt að betri heilsu. En um er að ræða þriggja vikna námskeið sem hefst 16. febrúar og fer fram í gegnum Zoom. Námskeiðið samanstendur af mjúkum teygjum og hreyfingum sem er hægt að gera á gólfi eða í rúminu, öndunaræfingum, hugleiðslu og yoga nidra slökun. Markmið námskeiðsins er að hlúa að okkur sjálfum í mýkt, að auka vellíðan með því að hreyfa líkamann með mjúkum teygjum og hreyfingum, að kyrra hugann með öndunaræfingum og hugleiðslu. Sendið tölvupóst á yogaogheilsa@gmail.com til að skrá ykkur og nefnið að þið séuð félagsmenn í Krafti. til að fá afsláttinn

Hér getur þú líka hlaðið niður dagskránni fyrir febrúar og smellt á hvern viðburð fyrir sig fyrir frekari upplýsingar.