Nú er Bleikur október og af því tilefni verður Kraftur með kröftuga kvennastund í Hörpu þann 21. október. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands mun setja Kvennastundina. Fram koma: Lára Guðrún Jóhönnudóttir, hvunndasgshetja Bleiku slaufunnar 2021, G. Sigríður Ágústdóttir, forsprakki Snjódrífanna, Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, sem heldur úti #látumdælunaganga og Eliza Reid, forsetafrú og frumkvöðull. Þetta verður kröftugur viðburður sem þú getur skráð þig á hér.
Mikilvægar dagsetningar
Það er hægt að hlaða niður allri dagskránni okkar í október með því að smella hér en við bendum sérstaklega á eftirfarandi dagskrárliði.
- Kraftur og Ljósið verða með strákastund með Ara Eldjárn þann 13. október þar sem StrákaKraftur mun hefjast að nýju. Börger, uppistand og fræðsla í boði.
- Langar þig að nýta reynslu þína öðrum til góða? Þá er um að gera að skrá sig á næsta stuðningsfulltrúanámskeið sem hefst 25. október.
- Enn eru nokkur pláss laus á Lífið er núna helgina sem verður 29.-31. október. Sjálfræktarhelgi fyrir bæði þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur.
Dagskrá NorðanKrafts má svo hlaða niður hér.