Enn og ný erum við komin í pínu „lock-down“ en við látum nú ekki deigann síga heldur höldum áfram af Krafti og finnum lausnir. Fram til 15. apríl færum við alla viðburði yfir í stafræna heima og verðum með hittinga á netinu. Við tökum svo stöðuna á málunum þegar fram líður.
Við tókum saman skemmtilegar hugmyndir hvað þú getur verið að brasa á meðan á samkomutakmarkanir stendur. Bæði hugmyndir fyrir einstaklinga og fjölskyldur.
Viðburðir í apríl
StelpuKraftur og AðstandendaKraftur verða með stafræna hittinga og vonandi síðar í mánuðinum svo með hittinga í raunheimum. NorðanKraftur mun hittast í apríl. Æfingar hjá FítonsKrafti verða í formi fjarþjálfunar. Viðtöl eins og sálfræðiþjónusta, markþjálfun, jafningjastuðningur og viðtöl við nýja félagsmenn munu enn fara fram með viðeigandi sóttvarnaráðstöfunum. Við stefnum á göngu í náttúrunni með Að klífa brattann og verðum með frábæran fyrirlestur um Jákvæð samskipti. Aðalfundur Krafts verður svo haldinn þriðjudaginn 27. apríl.
Skrollaðu niður fyrir nánari upplýsingar.
Neyðarsjóður Krafts
Við vekjum athygli á því að umsóknarfrestur fyrir vorúthlutun er til og með 19. apríl. Neyðarsjóðnum er ætlað að styrkja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og lent hefur í fjárhagsörðugleikum vegna veikinda sinna. Neyðarsjóðnum er ætlað að standa straum af kostnaði sem fellur utan greiðsluþátttöku sem og öðrum tekjumissi sem getur hlotist vegna veikinda viðkomandi.
Hér getur þú líka hlaðið niður dagskránni fyrir apríl og dagskrána fyrir NorðanKraft er að finna hér.