Skip to main content

Dagskráin í júlí

Jibbý jeyyy það er komið sumar og búið að taka allar samkomutakmarkanir af. Það er svo sannarlega hægt að gleðjast yfir því.

Krabbamein fer ekki í frí

Þriðja árið í röð vekur Kraftur athygli á því að þó að starfsfólk fari í sumarfrí fer krabbamein ekki í frí og því auglýsum við opnunartíma hjá hinum ýmsu þjónustuaðilum víða í heilbrigðiskerfinu og dreifum plakötum með opnunartímum til upplýsingar, sjá hér. 

Að því tilefni erum við líka með þrjá skemmtilega viðburði fyrir alla fjölskylduna þar sem við komum saman og njótum líðandi stundar. Skrollaðu niður til að sjá viðburðina.

Sumaropnun Krafts

Við vekjum athygli á því að það verður sumaropnun á skrifstofunni okkar í júlí en þá er skrifstofan lokuð á föstudögum en þið náið alltaf í okkur í síma 866-9600. Einnig verður lokað hjá okkur dagana 28. júlí til 2. ágúst en komum kraftmikil inn á ný strax eftir Verslunarmannahelgi. NorðanKraftur verður einnig í sumarfríi í júlí.

Hér er hægt að hlaða niður PDF útgáfu af dagskránni okkar í júlí.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumarskapi í júlí.