Skip to main content

Fagna lífinu og styrktu Kraft

By 20. febrúar 2020mars 25th, 2024Fréttir

Hafdís og Jón héldu nýverið veislu undir nafninu Lífsins partý. Þá fögnuðu þau ásamt vinum sínum og vandamönnum krabbameinsmeðferðarlokum hjá Hafdísi og ákváðu í leiðinni að endurnýja hjúskaparheitin sín. 

Hafdís notaði líka tækifærið og hélt listasýningu með myndum sem hún bróderaði um ferlið sitt í krabbameinsmeðferðinni. Hafdís og Jón afþökkuðu allar gjafir en hvöttu þess í stað gesti til að gefa peningagjöf sem væri svo skipt á milli Krafts og Ljóssins sem þau og dóttir þeirra hafa leitað mikið til í krabbameinsferlinu. Alls söfnuðust 100.000 krónur sem skiptist jafnt á milli félaganna.  

Það var svo dóttir þeirra Emma Sigrún sem kom og færði okkur styrkinn í vikunni. Aðspurð af hverju hún vildi styrkja þessi málefni, sagði hún:
„Þau hafa gert svo mikið fyrir mömmu mína. Svo elska ég að fara á námskeiðið hjá Ljósinu. Þar vita allir krakkarnir hvernig mér líður því þau elska líka einhvern með krabbamein eins og ég.“

 Að ósk þeirra verður styrkurinn látinn renna í Minningarsjóð Krafts en tilgangur sjóðsins er að styrkja aðstandendur til að standa staum af útfararkostnaði þegar félagsmaður Krafts fellur frá vegna krabbameins eða afleiðingum þess.

Við óskum fjölskyldunni innilega til hamingju með meðferðarlokin, hjúskaparheitin og lífið. Takk fyrir okkur!