Skip to main content

Golfmót til minningar um Kára!

By 11. ágúst 2016mars 25th, 2024Fréttir

Vinir og ættingjar Kára Arnar standa fyrir Káramótinu í samstarfi við Golfklúbb Mosfellsbæjar. Mótið er minningarmót um Kára Örn Hinriksson sem lést síðastliðinn vetur. Mótið verður haldið á sunnudaginn 14.ágúst á Hlíðarvelli.

Leikið verður með texas scramble fyrirkomulagi þar sem tveir og tveir spila saman í liði. Ræst verður út af öllum teigum klukkan 16:00 og er mæting á svæðið ekki seinna en 15:30.

Mótið er haldið til styrktar Neyðarsjóðs Krafts.

Skráning og nánari upplýsingar inn á golf.is