Skip to main content

Götuhátíð Jafnó

Götuhátíð Hins Hússins verður haldið hátíðlega í húsnæði Hins Hússins í Elliðaárdalnum næstkomandi þriðjudag , 5. júlí frá klukkan 15:30-18:00. Allur ágóði hátíðarinnar rennur til Krafts og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að mæta.

Þetta er glæsileg hátíð þar sem fjölmargir listamenn koma saman og skemmta. Happdrætti með vinningum og ýmsar veitingar í boði en það er ókeypis á hátíðina en ágóði af t.a.m. happdrættismiðum og veitingum rennur til Krafts.

Fram koma: 

 • Svala Björgvins
 • Egill Spegill
 • Gugusar
 • Kusk
 • Og fleiri

Skemmtun

 • Lifandi bókasafn með Audda Blö, Króla, Kötlu Njáls, Viktori Gísla Hallgrímssyni,  Uglu Stefaníu, Kristófer Acox og Björgvini Páli

Happdrætti með vinningum frá: 

 • Adrenalín garðinum
 • Nóa Siríus
 • Ísbúð Huppu
 • Te og kaffi
 • Sambíóunum
 • Losta
 • og fleirum

Fríir smokkar frá Durex á staðnum

Veitingar frá: 

 • Brauð og co.
 • Bakarameistaranum
 • Dominos
 • Krapvél
 • Drykkir
 • og fleira

Nú er um að gera að skunda í Elliðaárdalinn og njóta.