Skip to main content

Hlaupa- og hausthátíð Krafts 2021

By 20. ágúst 2021september 6th, 2021Fréttir

Kraftur ætlar að standa fyrir hlaupa- og hausthátíð 11. september næstkomandi í ljósi þess að Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 hefur verið aflýst í ár. Fólk sem ætlar að „hlaupa sína leið“ og safna áheitum fyrir Kraft er þá boðið að koma og njóta líðandi stundar og hlaupa með Krafti í Elliðaárdalnum þar sem verður mikil stemning.

Hlauptu þína leið og safnaðu áheitum

Þar sem Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka mun ekki fara fram með formlegum hætti þá er nú í boði að hlaupa sína eigin leið og taka þátt í áheitasöfnun. Fólk skráir sig þá til leiks á https://www.rmi.is/skraning og greiðir 1.000 krónur. Þannig getur fólk lagt góðgerðarfélögum lið með áheitasöfnun. „Við í Krafti höfum ákveðið að vera með sérstaka hátíð í Elliðaárdalnum þann 11. september þar sem við hvetjum Kraftshlaupara og aðra að koma og njóta dagsins með okkur. Við verðum með skráningu á viðburðinn til að passa upp á hópamyndun og verðum með hvatningarstöðvar og skemmtun fyrir hlaupara og aðra sem vilja njóta dagsins með okkur. Við munum merkja 1km, 10 km og 21 km hlaupaleiðirnar í Elliðaárdalnum og vera með ýmist sprell og gaman fyrir alla aldurshópa,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts.

Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum

Áheitasöfnunin á www.hlaupastyrkur.is skiptir félag eins og Kraft afskaplega miklu máli og hefur starfsemi Krafts undanfarin ár stólað mikið á þá styrki sem koma í gegnum Reykjavíkurmaraþonið. Áheitasöfnuninni lýkur á miðnætti 20. september og hvetjum við alla til að heita á hlaupara og hvetja þá þannig áfram.

Allir sem hlaupa fyrir Kraft, hvort sem er á Hlaupahátíð Krafts eða á öðrum tíma, geta komið í Skógarhlíð 8 og fengið hlaupabol sérmerktan Krafti. Hægt er að nálgast glaðninginn alla virka daga frá kl. 9-16 á skrifstofu Krafts frá 20. ágúst til 17. september.

„Við hvetjum alla þá sem ætla að hlaupa fyrir Kraft að koma og njóta dagsins með okkur sem og alla sem vilja koma og hvetja. Allir geta tekið þátt. Við munum kynna þetta nánar á næstu dögum en við erum að leggja lokahönd á dagskrá. Endilega takið daginn frá og skráið ykkur hér,“ segir Hulda að lokum.

Dagskrá Hlaupa- og hausthátíðar Krafts

Hátíðin verður haldin hjá félagsheimili starfsmanna Orkuveitunnar í Elliðaárdalnum og hvetjum við alla til að mæta á svæðið og njóta útivistar og haustsins með okkur. Njóttu þess að vera með okkur í lengri eða skemmri tíma hlaupa, og/eða hvetja aðra áfram.

Dagskrá 

  • Kl. 9:30 – 21 km hlauparar ræstir
  • Kl. 10:10-10:25 – Upphitun fyrir 10 km. Jón Oddur Sigurðsson hjá Reebok fitness mun koma okkur í stuð og standa fyrir upphituninni
  • Kl. 10:30 – 10 km hlauparar ræstir
  • Kl. 12:00 – 1 km skemmtiskokk ræst
  • Kl. 12:20 – Tónlistaratriði úr söngleiknum Hlið við Hlið eftir Friðrik Dór 
  • Kl. 12:00- 13:00 – Vöffluhlaðborð í boði Krafts, ásamt kaffi, heitu súkkulaði, Gatorade og Capri Sun

Samstarfsaðilar Hlaupa- og hausthátíðar Krafts