Skip to main content

Kíktu á kúlurnar

Í tilefni af Mottumars lærum við að þekkja einkenni eistnakrabbameins sem er algengasta illkynja æxli karla á aldrinum 25-39 ára.

Árlega greinast um 15 karlar hérlendis og meðalaldur við greiningu er 34 ár. Eistnakrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að lækna þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi dreift sér til annarra líffæra og eru um 99% á lífi fimm árum eftir greiningu.

Yfirleitt eru engin sérstök einkenni til að byrja með en algengustu einkenni sem geta koma fram eru: Þyngdartilfinning í eista, sársaukalaus stækkun á öðru eistanu og/eða óljósum verkjaseiðing.

Eistnakrabbamein uppgötvast oftast þegar einstaklingurinn finnur hnút eða þykkildi í öðru eistanu. Slík einkenni geta átt sér saklausar orsakir en ef þú hefur fundið fyrir slíkum einkennum og þau ganga ekki til baka innan þriggja vikna ættir þú að leita til læknis.

Lærðu að þekkja einkennin og kíktu á kúlurnar reglulega.