Skip to main content

Krabbamein fer ekki í frí

Kraftur stendur nú þriðja árið í röð fyrir vitundarvakningunni Krabbamein fer ekki í frí. Vitundarvakningin snýr að því að kynna fólki opnunartíma þjónustuaðila hjá þeim sem sinna krabbameinsgreindum og aðstandendum þar sem starfsemi og þjónusta getur oft verið minni yfir sumartímann. Þó að þjónustan sé takmarkaðri þá skiptir máli að fólk viti hvert það getur leitað læknishjálpar, ráðgjafar og stuðnings. Kraftur hefur því tekið saman opnunartíma hjá helstu þjónustuaðilum sem sinna þessum hópi.

Kraftur mun einnig standa fyrir skemmtilegum viðburðum þrjá miðvikudaga í júlí þ.e. 7. júlí, 14. júlí og 21. júlí undir yfirskriftinni Krabbamein fer ekki í frí. Þessir viðburðir eru fyrir félagsmenn Krafts og er þar megin markmiðið að koma saman, njóta útivistar og líðandi stundar.

HÉR AÐ NEÐAN MÁ SJÁ OPNUNARTÍMA OG VIÐBURÐI Í SUMAR

KRAFTUR

 • Opnunartími í júlí alla virka daga nema föstudaga frá 9 til 16 þar sem fólk getur komið og fengið ráðgjöf og stuðning.
 • Þrjá miðvikudaga í sumar verða viðburður undir kjörorðunum Krabbamein fer ekki í frí

LJÓSIÐ

 • Opið alla daga í júlí kl. 8:00-16:00
 • Í boði er endurhæfing, ráðgjöf og stuðningur
 • Sjá nánar dagskrá Ljóssins á https://ljosid.is/stundaskra/
 • Sími: 561-3770

RÁÐGJAFARÞJÓNUSTA KRABBAMEINSFÉLAGINS

 • Opið 12. júlí – 6. ágúst mán-fös kl. 10:00-15:00. Lokað föstudagana 16., 23. og 30. júlí. Opnunartími símaráðgjafa sá sami á tímabilinu.
 • Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins fær fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess ráðgjöf og stuðning
 • Sjá nánar á https://www.krabb.is/radgjof-studningur/
 • Sími: 800 4040

KRABBAMEINSDEILDIR LANDSPÍTALANS

 • Opið alla daga vikunnar en vegna sumarleyfa starfsfólks getur verið hægari svörun og þjónusta.
 • Sími 543 6130
 • www.landspitali.is

BRJÓSTAMIÐSTÖÐ LANDSPÍTALANS

 • Skimanir: Lokað 7. júlí – 3. ágúst.
 • Sérskoðanir: Lokað 19. júlí – 2. ágúst.
 • Göngudeild E4, Eiríksstöðum er opin virka daga kl. 8:00-16:00.
 • Sími 543-1000
 • www.landspitali.is

LEGHÁLSSKIMANIR

 • Mismunandi opnunartímar heilsugæslustöðva í sumar en hægt er að fara í leghálsskimun hjá hvaða heilsugæslustöð sem er eða hjá kvensjúkdómalæknum.
 • Ef þú finnur fyrir einkennum bendum við þér á að leita til heimilislæknis eða bráðamötttöku Landsspítalans
 • www.heilsugaeslan.is

AKUREYRI

ALMENN GÖNGUDEILD SJÚKRAHÚSSINS Á AKUREYRI

 • Sumaropnun 11. júní – 13. ágúst lokað á föstudögum.
 • Sími 463-0100
 • www.sak.is

KRABBAMEINSFÉLAGIÐ AKUREYRI

 • Sumarlokun 19. júlí – 16. ágúst. Hafið samband við Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í síma 800-4040 eða radgjof@krabb.is
 • Sími 461-1470
 • https://www.kaon.is

Ef erindið er áríðandi er hægt að hafa samband við RáðgjafarþjónustuKrabbameinsfélagsins í síma 800 4040

Hér má sjá plakat með öllum þjónustuaðilum og frekari upplýsingum