Skip to main content

Nýr formaður Krafts

By 16. september 2013mars 25th, 2024Fréttir

Miðvikudaginn 11. september var haldinn auka aðalfundur Krafts þar sem kjörinn var formaður.  Halldóra Friðgerður Víðisdóttir var ein í framboði og hlaut hún einróma kosningu.

Halldóra er ættuð frá Bolungarvík en er búsett í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá MA og B.Sc í hjúkrunarfræði frá HA. Hún hefur að auki stundað nám í sálfræði frá sama skóla. Þá hefur Halldóra lokið námskeiði frá Endurmenntun HÍ í forystu, leiðsögn og fræðslu.

Halldóra hefur góða reynslu af vinnu með krabbameinsveikum einstaklingum og aðstandendum þeirra en hún starfaði sem hjúkrunarnemi á lyfjadeild SHA  og á krabbameinsdeild Landspítalans í tvö ár. Nú gegnir hún stöðu aðstoðardeildarstjóra á endurhæfingadeild spítalans. Þá situr Halldóra í hjúkrunarráði Landspítalans.

Stjórn Krafts þakkar Huldu Hjálmarsdóttur, sem leyst hefur formann af síðustu mánuði, fyrir vel unnin störf og býður Halldóru Friðgerði Víðisdóttur hjartanlega velkomna til starfa.