Skip to main content

Opið fyrir umsóknir í Neyðarsjóðinn

By 11. september 2020Fréttir

Úthlutað verður úr Neyðarsjóði Krafts í október næstkomandi. Umsóknarfrestur er til og með 1.október. Neyðarsjóðnum er ætlað að styrkja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og lent hefur í fjárhagslegum erfiðleikum vegna veikinda sinna. Neyðarsjóðurinn er ætlaður til að standa straum af læknis- og lyfjakostnaði sem og öðrum kostnaði sem getur komið til vegna veikinda.

Nú er hægt að sækja um rafrænt.  Með styrkumsókn skal senda eftirtalin gögn:

a. Læknisvottorð þar sem fram kemur staðfesting á sjúkdómnum og hvenær viðkomandi greindist.
b. Kvittanir og reikninga vegna læknis- og/eða lyfjakostnaðar.s.l tvö ár.
c. Skattaskýrsla síðustu tveggja almanaksára

Ef viðkomandi ætlar að sækja um niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði þarf sá hinn sami að skila inn vottorði frá lækni um að kostnaðurinn sé kominn til vegna veikinda eða meðferðar.

Nánari upplýsingar um neyðarsjóðinn gefur Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri, í síma 866-9600 eða með því að senda tölvupóst og einnig má sjá meira um neyðarsjóðinn hér.

Hægt er að fá aðstoð við útfyllingu umsóknar hjá starfsmanni Krafts eða félagsráðgjafa. 

Leave a Reply