Þegar foreldri fær krabbamein – Aukabók fylgir

3.000 kr.

Í bókinni Þegar foreldri fær krabbamein er fjallað á hreinskilinn og nærfærinn hátt um það krefjandi verkefni að ala upp börn og lifa og gefandi fjölskyldulífi þegar foreldri glímir við krabbamein.

Bókinni er ætlað að auðvelda foreldrum og aðstandendum að ræða við börn um erfið veikindi og takast á við það sem þeim fylgir.

Barnabókin Begga og áhyggjubollinn fylgir með fræðslubókinni en það er myndskreytt saga um sjö ára stúlku sem á móður með krabbamein.

ATH! 2 bækur eða fleiri komast ekki í bréfalúgu

 

Frekari upplýsingar

Útgefandi:

  • Forlagið gefur út bókina í samstarfi við Kraft

Upplýsingar:

  • Bækurnar tvær eru skrifaðar af Wendy S. Harpham, lækni og þriggja barna móður, sem glímdi við krabbamein um nokkurra ára skeið.
  • Þýðandi: Karl Emil Gunnarsson
  • Allur ágóði af sölunni rennur til Krafts

Þú gætir líka fílað...