Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Að klífa brattann – Hólmsheiðarhringur

18. september 2021 @ 13:00 - 14:30

Næsta ganga gönguhópsins Að klífa brattann verður laugardaginn 18. september kl. 13
Við ætlum að ganga hring í Hólmsheiðinni þar sem við fáum að upplifa fjölbreytileikann í íslenskri náttúru. Hringurinn er um 5,1 km. og leiðir okkur í gegnum skóglendi, móa og niður að Langavatni. Miðlungs erfið ganga með mest um 50m hækkun.

Endilega meldaðu þig á viðburðinn hér

Við ætlum að hittast við Dæluhúsið við Hólmsheiðarveg. Best er að keyra inn í Grafarholt frá Vesturlandsvegi, þá er komið beint upp á Reynisvatnsveg. Keyrt er beina leið eftir Reynisvatnsvegi upp á Hólmsheiðina, þar til dæluhúsið er á hægri hönd, rétt við Vatnstankana. 

Að klífa brattann er gönguhópur sem Kraftskonan Ragnheiður Guðmundsdóttir leiðir en hún hefur notað útivist og fjallgöngur sér til endurhæfingar og sjálfseflingar í veikindum sínum. Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja. Atli Már Sveinsson þjálfari FítonsKrafts mun einnig koma inn í göngurnar í vetur.

Ragnheiður (sími: 663-9360)

Atli Már (663-2252)

Þú getur fylgst með okkur á Facebook og beðið um inngöngu í hópinn hér

Upplýsingar

Dagsetning:
18. september 2021
Tímasetning:
13:00 - 14:30
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/556097409170951