Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Frá sjónarhorni aðstandenda – fyrirlestur

19. febrúar 2019 @ 17:15 - 18:30

Næsti fyrirlestur í fyrirlestraröð Krafts, Ungt fólk og krabbamein, verður haldinn þriðjudaginn 19. febrúar n.k. kl 17.15  í húsakynnum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að aðstandendum krabbameinsveikra og fáum til liðs við okkur þrjá einstaklinga sem lýsa reynslu sinni af því að ganga í gegnum þá lífsreynslu að eiga ástvin með krabbamein. Reynsluheimur aðstandenda getur verið ólíkur þar sem þeir spila ólík hlutverk í lífi viðkomandi.

Við munum heyra frá Gísla Níls Einarssyni sem gekk með systur sinni í gegnum erfitt krabbameinsferli, Arnari Sveini Geirssyni sem missti móður sína ungur að aldri og Tinnu Lind sem gekk með manninum sínum í gegnum þessi veikindi.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og boðið verður upp á samlokur frá Joe and the juice.
 
Fyrirlestrinum verður streymt í beinni á netinu og mun einnig vera sýnt frá Krabbameinsfélaginu á Akureyri.

Upplýsingar

Dagsetning:
19. febrúar 2019
Tímasetning:
17:15 - 18:30
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/368927067255323/

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website