Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

NorðanKraftur – Fræðslukvöld og spjall

19. febrúar 2019 @ 17:00 - 18:30

Norðan – Kraftur er stuðningshópur fyrir ungt fólk (45 ára og yngri) sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

Hópurinn er samstarfsverkefni Krafts og Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Hópurinn er starfræktur frá Akureyri.

Norðan-Kraftur hittist annan annan hvern þriðjudag, annarsvegar kl 11:30 í hádegisspjall og hinsvegar kl 17:30 og þá er streymi frá fræðslukvöldum Krafts í Reykjavík og spjall eftir á.

Dagskrá – Janúar/febrúar

22.janúar kl. 17:00 – 18:30
Fræðslukvöld – Ber ég krabbameinið utan á mér?
Kristín Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Brjóstamiðstöð Landsspítalans fjallar um Fræðslu, ráðgjöf, eftirlit og stuðning í tengslum við sjúkdóma í brjóstum og meðferð vegna brjóstakrabbameins. Sérstakur gestur verður Elín Sandra Skúldóttir, félagi í Krafti, sem fjallar um eigin reynslu af brjóstakrabbameini og brjóstamissi.

5.febrúar kl. 11:30 – 13:00
Hádegisspjall. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

19.febrúar kl. 17:00 – 18:30
Fræðslukvöld – Frá sjónarhorni aðstandanda.
Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að aðstandendum krabbameinsveikra og fáum til liðs við okkur þrjá einstaklinga sem lýsa reynslu sinni af því að ganga í gegnum þá lífsreynslu að eiga ástvin með krabbamein. Reynsluheimur aðstandenda getur verið ólíkur þar sem þeir spila ólík hlutverk í lífi viðkomandi.

Við munum meðal annars heyra frá Gísla Níls Einarssyni sem gekk með systur sinni í gegnum erfitt krabbameinsferli og Arnari Sveini Geirssyni sem missti móður sína ungur að aldri og segir okkur frá sinni lífsreynslu.

Hægt er að óska eftir inngöngu í hópinn hér.

Upplýsingar

Dagsetning:
19. febrúar 2019
Tímasetning:
17:00 - 18:30
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/2313779868666514/

Staðsetning

Krabbameinsfélag Akureyrar
Glerárgata 24
Akureyri, Akureyri 600 Iceland
+ Google Map
Sími
461 1470