Hó hó hó
Aðventukvöld Krafts verður haldið í stafrænum heimum þetta árið þann 3.des. kl. 19:30 þar sem við ætlum að hittast saman í stofunni heima og eiga skemmtilega og notalega stund saman. Frábær stund fyrir alla fjölskylduna þar sem við komum saman og njótum þess að „sjá“ hvert annað og skemmta okkur.
Nú er bara að skella piparkökum á disk, útbúa heitt súkkulaði og mæta stundvíslega fyrir framan tölvuna. Þetta verður þvílík aðventugleði. Skráðu þig og þína til leiks svo við getum farið að skipuleggja gleðina.
Við sendum svo út nánari upplýsingar þegar nær dregur varðandi lendingarsíðu og link.
Hlökkum til – Kraftsliðið!