Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Jólastund í stofunni með Krafti

3. desember 2020 @ 19:30 - 21:30

Hó hó hó

Aðventukvöld Krafts verður haldið í stafrænum heimum þetta árið þann 3.des. kl. 19:30 þar sem við ætlum að hittast saman í stofunni heima og eiga skemmtilega og notalega stund saman. Frábær stund fyrir alla fjölskylduna þar sem við komum saman og njótum þess að „sjá“ hvert annað og skemmta okkur.

  • Bingó fyrir alla fjölskylduna þar sem frábærir vinningar eru í boði frá góðum fyrirtækjum
  • Spurningarleikur fyrir unga sem aldna
  • Jólasveinar og gleði

Nú er bara að skella piparkökum á disk, útbúa heitt súkkulaði og mæta stundvíslega fyrir framan tölvuna. Þetta verður þvílík aðventugleði. Skráðu þig og þína til leiks svo við getum farið að skipuleggja gleðina.

Við sendum svo út nánari upplýsingar þegar nær dregur varðandi lendingarsíðu og link.

Hlökkum til – Kraftsliðið!

 

 

Upplýsingar

Dagsetning:
3. desember 2020
Tímasetning:
19:30 - 21:30
Vefsíða:
https://forms.gle/DMVnEQ46KRK71j2j8

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website