Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

AðstandendaKraftur – rafrænn hittingur

9. desember 2020 @ 17:30 - 19:00

Miðvikudaginn 9.desember klukkan 17:30 ætlum við að koma saman í rafræna heiminu á Teams og hlusta á nokkra frábæra félagsmenn deila sinni reynslu og hvaða bjargráð þeir hafa tileinkað sér í ferlinu.

Þessi hittingur verður því tileinkaður okkur, við ætlum að eiga rólega stund og kynnast betur. Öllum er velkomið að henda fram hugsunum og pælingum og saman ætlum við að gefa hvort öðru tækifæri á að deila sinni reynslu.
Við þekkjum það öll sem lendum í þessum sporum hversu ómetanlegt það getur verið að tala við aðra sem hafa verið í svipuðum sporum, AðstandendaKraftur var stofnaður af aðstandendum fyrir aðstandendur og hvetjum við alla til að mæta.

Áttu eða hefur þú átt ástvin sem greinst hefur með krabbamein? Ef þú ert maki eða náinn aðstandandi getur það haft í för með sér verulegar breytingar á þínu lífi þar sem ýmsar spurningar geta vaknað og getur verið erfitt að vera til staðar fyrir þig og aðra á sama tíma. Það eru fleiri í þínum sporum.

Komdu á opið kvöld hjá AðstandendaKrafti. Við verðum á Teams og til þess að hægt sé að bæta þér við viðburðinn þurfum við emailið þitt sem þú skráir hér.

 

Hlökkum til að „sjá“ þig ❤

Upplýsingar

Dagsetning:
9. desember 2020
Tímasetning:
17:30 - 19:00
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/455082625484342?active_tab=about

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website

Staðsetning

Rafrænn hittingur
Iceland + Google Map