Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

StelpuKraftur – Mála og skála

13. mars

Þann 13.mars næstkomandi ætlum við í StelpuKrafti að MÁLA & SKÁLA með Heiðdísi Helgadóttur listakonu.

Við munum hittast í stúdíóinu hennar í Hafnarfirði, Norðurbakka 1 (við hliðina á Brikk) og mála í frjálsu flæði og spjalla í þægulegu og notalegu umhverfi.

Boðið verður upp á léttar veitingar meðan málningarsköpuninni stendur. Viðburðurinn stendur frá kl 19:00 og lokar kl.22:00.
Vinsamlegast meldið ykkur á viðburðinn inn á Facebooksíðu StelpuKrafts svo við vitum ca. fjölda.

Hlökkum til að eiga notalega stund með ykkur þar sem sköpunargyðjan fær útrás.

Nánari upplýsingar á Facebook hóp StelpuKrafts.

Umsjón með hópnum hefur Linda Sæberg, stjórnarmeðlimur og félagsmaður í Krafti, sem hefur reynslu af því að greinast ung með krabbamein. Hægt er að hafa samband við Lindu í gegnum linda@kraftur.org eða í aðalsíma Krafts 866-9600.

Frekari upplýsingar um viðburði verða settar inn á FB – hóp StelpuKrafts   og er hægt að óska eftir inngöngu í hópinn hér.

Þegar maður er ungur og greinist með krabbamein skiptir svo miklu máli að vita hvert maður getur leitað og maður standi ekki einn í baráttunni.

Upplýsingar

Dagsetning:
13. mars

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website