Skip to main content

Ég er á lausu og er með krabbamein – hvernig ber ég mig að?

Margir sem eru á lausu sakna þess að eiga kannski ekki maka og hafa áhyggjur af því að krabbameinið kunni að hafa áhrif á möguleika þeirra. Það getur verið erfitt að fara á stefnumót, útlit þitt gæti hafa breyst og sjálfstraustið minnkað og þú veist kannski ekki hvort þú eigir að minnast á krabbameinið eða ekki. Það að fara á stefnumót er alltaf erfitt um leið og það er líka spennandi, hvort sem þú ert með krabbamein eður ei. Mundu bara að hreinskilni og það að vera samkvæmur sjálfum sér borgar sig alltaf. Þá sýnir þú þitt rétta andlit.

Athugaðu að ef þú skellir þér á stefnumót og það verða svo ekki fleiri þá þarf það ekki að vera út af krabbameininu. Sumt fólk passar hreinlega ekki saman og því ástæðulaust að velta sér upp úr þessu.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu