Við tökum spennt á móti Mottumars og munum svo sannarlega leggja okkar á vogarskálarnar til að vekja athygli á krabbameinum hjá karlmönnum með ýmsum hætti. Meðal annars verðum við með Kraftmikla strákastund á Kexinu þar sem Matti Oswald, markþjálfi og Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur, munu stýra áhugaverðri karlastund. Þar munu m.a. Arnar Sveinn Geirsson, Gísli Álfgeirsson og Kári Kristján Kristjánsson, handknattleikskappi, deila frá sinni reynslu ásamt fleirum. Vegna fjöldatakmarkana komast bara 50 manns á kvöldið svo við hvetjum þig til að skrá þig sem fyrst hér. Viðburðurinn er ætlaður öllum karlmönnum bæði þeim sem hafa greinst sem og aðstandendum.
Aðrir viðburðir í mars
Kíktu á dagskrána til að sjá fleiri viðburði í mars sem verða bæði í raunheimum og rafrænum hittingum. Við vekjum athygli á því að þegar viðburðir eru haldnir í raunheimum er mikilvægt að skrá sig og melda sig á rafræna viðburði svo hægt sé að senda þér hlekk á viðburðinn.Við minnum á að FítonsKraftur er farinn að æfa aftur í tækjasal en fyrir þau sem ekki treysta sér eða eiga ekki heimankomið er alltaf FjarKraftur í boði. Núvitundarnámskeið verður haldið dagana 10. og 24. mars og Lífið er núna helgin á Ströndum verður 16. – 18. apríl en skráning er hafin og takmarkað pláss svo tryggðu þér sæti hér.
Við hlökkum til að eiga magnaðan mars með þér
Hér getur þú líka hlaðið niður dagskránni fyrir mars og dagskrána fyrir NorðanKraft er að finna hér.