Skip to main content

HK-ingar hafa perlað mest á höfuðborgarsvæðinu

By 28. júní 2018mars 25th, 2024Fréttir
Mynd fengin frá Morgunblaðinu

Þann 27. júní hittust HK-ing­ar og freistuðu þess að hreppa Perlu­bik­ar­inn en Perlu­bik­ar­inn hlýt­ur það íþrótta­fé­lag eða sveit­ar­fé­lag sem perl­ar flest armbönd til styrktar Krafti á fjór­um klukku­stund­um. Alls mættu um 170 HK-ing­ar í Kór­inn í Kópavogi og perluðu sam­tals 1.484 arm­bönd sem er glæsi­leg­ur ár­ang­ur og flest arm­bönd sem perluð hafa verið í keppn­inni á höfuðborg­ar­svæðinu.

HK-ingarnir náðu þó ekki metinu af Sunnlendingum sem eru efstir í Perlubikarskeppninni sem stendur en þeir perluðu 2308 armbönd fyrr í mánuðinum – sjá grein.

Myndin er fengin frá Morgunblaðinu