Skip to main content

782 armbönd perluð á Akranesi

By 10. janúar 2020apríl 8th, 2020Fréttir

Þann 8. janúar tóku Skagamenn og nærsveitungar sig saman og perluðu armbönd til styrktar Krafti. Um var að ræða nýju „Lífið er núna“ afmælisarmbönd Krafts sem eru í sannkölluðum norðurljósalitum.

Um 180 manns mættu á svæðið og lögðu hönd á perlu og var mjög skemmtileg stemning á svæðinu. Alls voru 782 armbönd perluð á Akranesi. „Við erum svo innilega þakklát öllum þeim sem lögðu okkur lið og komu og perluðu með okkur. Þetta er ómetanlegur stuðningur. Í þokkabót söfnuðust líka 475.160 krónur til styrktar félaginu með sölu á armböndum og öðrum söluvarningi á svæðinu sem er alveg hreint yndislegt“, sagði Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts eftir viðburðinn. „Takk allir sem komu og lögðuð okkur lið. Með ykkar hjálp getum við hjálpað öðrum“, sagði Hulda enn fremur.

Þú getur tryggt þér armband hér.

Hér má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum