Skip to main content

Aðalfundarboð

By 25. maí 2020maí 29th, 2020Fréttir

Aðalfundur Krafts verður haldinn þriðjudaginn 2.júní í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8 og hefst kl. 18:00.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins starfsárs.
  3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kjör eins manns í stjórn til tveggja ára og tveggja varamanna til eins árs.
  6. Kjör þriggja fulltrúa í stjórn Neyðarsjóðsins.
  7. Kjör löggilts endurskoðanda reikninga félagsins. Skoðunarmenn reikninga kynntir.
  8. Ákvörðun um félagsgjald.
  9. Önnur mál.Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa skuldlausir félagsmenn.

Óskað er eftir framboðum til stjórnar samkvæmt dagskrá. Sem fyrr segir er óskað eftir tveimur aðalmönnum í stjórn og tveimur varamönnum.

Framboð skulu berast til framkvæmdastjóra á netfangið hulda@kraftur.org þar sem fram kemur nafn, kennitala og upplýsingar um viðkomandi. Framboð skulu berast eigi síðar en fös 29.maí.  

ATH! Vegna aðstæðna í samfélaginu verður hægt að fylgjast rafrænt með fundinum. Þeir sem óska eftir því að fá að sitja fundinn rafrænt vinsamlegast látið vita með því að melda ykkur hér fyrir föstudaginn 29. maí.

Við hvetjum alla félagsmenn til að fjölmenna á aðalfund félagsins hvort sem er í persónu eða rafrænt.