Skip to main content

Aðalfundur Krafts 2024

Aðalfundur Krafts verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8 og hefst kl. 18:00.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins starfsárs.
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
3. Lagabreytingar
4. Kjör formanns og stjórnar
5. Kjör löggilts endurskoðanda reikninga félagsins og skoðunarmenn reikninga úr hópi félagsmanna
6. Ákvörðun um félagsgjald
7. Önnur mál
Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa skuldlausir félagsmenn.
Hvetjum áhugasama félagsmenn til að senda fyrirspurn varðandi framboð til stjórnar Krafts á framkvæmdastjóra á netfangið hulda@kraftur.org. Framboð skulu berast eigi síðar en mánudaginn 29.apríl.
Hlökkum til að sjá sem flesta félagsmenn á aðalfundi félagsins 30.apríl.