Skip to main content

Aðalfundur Krafts var haldinn á dögunum.

Þann 26. apríl s.l. var 22. aðalfundur Krafts haldinn. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf. Elín Skúladóttir formaður Krafts fór yfir skýrslu stjórnar þar sem stiklað var á stóru um störf félagsins eins og sjá má á kynningu hér. .

Núverandi stjórn óskaði eftir umboði aðalfundar til að sitja áfram og þar með fresta kosningu nýrrar stjórnar. Rök núverandi stjórnar voru að það gæti komið félaginu illa að inn kæmi að miklu leyti ný stjórn á sama tíma og það væri enginn starfandi framkvæmdastjóri, en Hulda Hjálmarsdóttir er í fæðingarorlofi og Stefán Magnússon hefur látið af störfum. Ásamt því að vera með annan starfsmann í fæðingarorlofi og tvo starfsmenn sem hófu störf í lok árs 2022. Vildi núverandi stjórn því styðja við félagið áfram og kalla til auka aðalfundar þegar félagið hefði starfandi framkvæmdastjóra. Þetta var samþykkt einróma af fundargestum.