Skip to main content

Advania gefur Krafti tölvu

By 3. júní 2015mars 25th, 2024Fréttir

Kraftur, stuðningsfélag, nýtur mikils velvilja í samfélaginu. Í gær tók Ragnheiður Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, við glæsilegri DELL fartölvu sem Advania gaf Krafti. Svona rausnarlegar gjafir eru Krafti afar mikilvægar – enda reynir félagið að nýta alla fjármuni sína sem safnast frá almenningi og fyrirtækjum í þágu félagsmanna sinna. Tölvan er ætluð sálfræðingi félagsins sem sér um Stuðningsnet Krafts og sinnir sálfræðiþjónustu fyrir félagamenn. Það var Elísabet Sveinsdóttir, markaðsstjóri Advania, sem afhenti Krafti tölvuna í aðalstöðvum fyrirtækisins. Þess má einnig geta að Advania hefur lengi reynst Krafti vel og hannaði m.a. vefsíðu félagsins auk þess sem Advania starfaði endurgjaldslaust að stefnumótunarvinnu með Krafti á síðasta ári. Kraftur þakkar Advania innilega fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem mun án efa nýtast félaginu vel.