Skip to main content

Aðventukvöld Krafts 2023

Félagsmenn Krafts fjölmenntu á Aðventukvöld Krafts 7. desember og áttu jólalega stund saman.

Nomy veisluþjónsta var svo rausnarleg og gaf okkur helling af veitingum á jólalega veisluborðið okkar. Vísinda Villi kom og gerði tilraunir fyrir krakkana og hvatti þau til að gera þær helst hjá ömmu og afa, því þau leyfa oft meira. Villi var ekki fyrr búinn með tilraunirnar þegar næstu „vísindamenn“ mættu á svæðið með gjafir handa öllum krökkunum í salnum, við mikinn fögnuð. Þeir hituðu raddböndin upp hjá salnum fyrir næsta skemmtiatriði en það var enginn annar en sjálfur Hreimur sem kláraði svo kvöldið með hópnum.

Happdrættið var svo auðvitað á sínum stað og fóru allir drekkhlaðnir heim með allskonar varning.

Frábært kvöld í alla staði og við þökkum af öllu okkar hjarta, öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við að gera þetta kvöld að því sem það var.

Getum ekki beðið eftir að telja í Aðventukvöld Krafts 2024. 

Takk allir sem komu og hafið það sem allra best í aðventunni og um hátíðarnar.

Innilegar þakkir:

Og öll frábæru fyrirtækin sem gáfu okkur vinninga í sívinsæla happadrættið okkar: Halldór Jónsson, 1912, Taramar, Kids Coolshop, Sportvörur, Eirberg, 66 Norður, Lyf og heilsa, Spænskuskólinn, Englendingavík, Emili Cookies, Eden Yoga, Bláa lónið, Góa, Sumac, Salka bókaútgáfa, H-berg, Keiluhöllin, Skopp, Þjóðleikhúsið, Havarí, Tapasbarinn, Nói Siríus, Tres locos, Síminn, Kol, Edda útgáfa, Unalome, Danól, Penninn, CU2, Cintamani, Olifa og Apótekið.

Hér eru nokkar myndir fá kvöldinu.