Skip to main content

Afþakkaði gjafir og vildi styrkja Kraft í staðinn

Mæðgurnar Sóley Björg Ingibergsdóttir og Málfríður Baldvinsdóttir kíktu í heimsókn á skrifstofu Krafts í vikunni. Tilefnið var að afhenda Krafti veglegan styrk.  Sóley hélt upp á þrítugs afmælið sitt og afþakkaði allar gjafir en bað um styrk fyrir Kraft í staðinn. Alls safnaðist um 403.000 kr í veislunni. Virkilega veglegur styrkur sem mun sannarlega koma sér vel. Við óskum okkar bestu konu Sóleyju Björg innilega til hamingju með daginn, um daginn og þökkum henni kærlega fyrir að hafa haft okkur í huga á sínum stóra afmælisdegi.