Skip to main content

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða

By 5. desember 2024Fréttir

Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Að því tilefni langar okkur hjá Krafti að senda okkar bestu þakkir til allra þeirra sjálfboðaliða sem lögðu hönd á perlu með okkur í ár og perluðu yfir 10.000 armbönd.

Við erum svo óendanlega þakklát öllum þeim sjálfboðaliðum sem hafa lagt félaginu lið í ár, sem og síðastliðin ár, því án þeirra gætum við ekki þjónustað félagsmenn okkar af svona miklu krafti.

Sjálfboðaliðar Krafts gera okkur kleift að halda úti ýmiskonar starfsemi og skapa vettvang fyrir félagsmenn okkar til að njóta líðandi stundar og skapa minningar með fjölskyldu og vinum.

Kæru sjálfboðaliðar, við þökkum ykkur innilega fyrir að hjálpa okkur að hjálpa öðrum, þetta er svo sannarlega dagurinn ykkar 🧡

Ef þú vilt gerast sjálfboðaliði hjá Krafti getur þú óskað eftir inngöngu í FB hóp sjálfboðaliða þar sem við setjum inn skemmtileg verkefni og annað þegar við þurfum á kröftugum sjálfboðaliðum að halda.