Skip to main content

Appelsínugulur ljómi í skammdeginu

Þessar fallegu byggingar í Reykjavík og á landsbyggðinni hafa sett upp appelsínugula lýsingu hjá sér til að vekja fólk til vitundar um þá 70 ungu einstaklinga sem greinast með krabbamein á ári hverju sem og aðstandendur.

Um er að ræða Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands, Perluna, Hof á Akureyri sem og kirkjuna og íþróttamiðstöðina á Sauðárkróki. Þetta er liður í vitundar- og fjáröflunarátaki Krafts sem stendur til 4. febrúar. „Við í Krafti erum einstaklega þakklát fyrir þennan sýnda stuðning í verki og þannig hjálpa okkur að vekja fólk til vitundar um málefni okkar í Krafti“, segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. „Það er líka einstaklega fallegt að sjá byggingarnar skreyttar sólarljóma í skammdeginu, takk fyrir sýndan kraft í verki.

Sjá myndir