Skip to main content

Bætt þjónusta fyrir krabbameinsgreinda á Landspítalanum

Frá og með 1. apríl mun starfsfólk dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga á Landspítalanum auka þjónustu við einstaklinga sem eru í meðferð á deildinni og bjóða upp á símaþjónustu og ráðgjöf.

Símaþjónustan verður opin alla virka daga frá kl. 16:00 til 22:00 og er fyrir alla sjúklinga sem eru í krabbameinslyfjameðferð á Landspítalnum og þurfa ráðgjöf. Sjúklingar geta því hringt og fengið ráðgjöf um bráð einkenni sem geta komið upp tengt krabbameinsmeðferð og/eða aukaverkunum tengdum henni. Þetta er þörf viðbót við þá þjónustu sem þegar hefur verið boði fyrir fólk í meðferð.

Samkvæmt upplýsingum er þetta ekki bara tímabundin þjónusta meðan að Covid-19 faraldurinn gengur yfir heldur er þjónustan hugsuð til framtíðar.

Hringt er í skiptiborð spítalans í síma 543 1000, sem kemur erindinu áfram til vakthafandi hjúkrunarfræðings. Hjúkrunarfræðingur á bakvakt er með stuðning af vakthafandi sérfræðilæknum innan blóð- og krabbameinslækninga.

Við hjá Krafti fögnum þessari bættu þjónustu fyrir krabbameinsgreinda og hvernig spítalinn er að koma til móts við þennan viðkvæma sjúklingahóp á þessum krefjandi Covid tímum.