Skip to main content

Betri þjónusta fyrir félagsmenn

By 27. maí 2025júní 12th, 2025Fréttir

Það gleður okkur mikið að segja ykkur frá nýju samstarfi okkar við Abler!

Kraftur mun á næstunni taka upp nýtt þjónustukerfi frá Abler með það að markmiði að bæta enn frekar þjónustu við félagsmenn. Með tilkomu þessa kerfis stefnum við að því að einfalda samskiptaleiðir við félagsmenn og gera skráningu á viðburði aðgengilegri.

Allir félagsmenn ættu núþegar að hafa fengið greiðslubeiðni senda til sín í gegnum appið fyrir félagsgjöldum Krafts fyrir næsta tímabil.

Þetta er fyrsta skrefið í innleiðingu á Abler og viljum við hvetja alla félagsmenn til að sækja Abler appið – Hér fyrir IOS eða fyrir Android.

Í gegnum appið verður framvegis hægt að:

  • Greiða félagsgjöld á einfaldan og öruggan hátt
  • Fylgjast með tilkynningum frá félaginu
  • Halda utan um viðburði, þjónustu og aðrar mikilvægar upplýsingar

Við hlökkum til að nýta möguleikana sem Abler býður upp á til að efla samband okkar við ykkur og gera upplifun ykkar af því að vera í Krafti enn betri.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um notkun Abler appsins má finna hér. Ef þið hafið spurningar, hvetjum við ykkur til að senda okkur línu á kraftur@kraftur.org

Af gefnu tilefni:

Við vitum að margir af okkar félagsmönnum eru ekki virkir félagsmenn lengur, heldur dyggir styrktaraðilar sem greiða félagsgjaldið árlega til að styrkja Kraft og erum við þeim óendanlega þakklát. Það gefur auða leið að fyrir þennan hóp getur verið leiðinlegt að fá mikið af tilkynningum frá Abler, enda er Abler hugsað til að bæta þjónustu við virka félagsmenn. Okkur langar því að benda þessum hóp á að auðvelt er að færa sig úr því að vera félagsmaður, yfir í að styrkja Kraft með stökum styrk eða að gerast Kraftsvinur með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili.

Sendu okkur endilega tölvupóst á kraftur@kraftur.org ef þú vilt afskrá þig úr félaginu og með einföldum hætti getur þú styrkt okkur HÉR, hvort sem er með stökum styrk eða með því að gerast Kraftsvinur.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk Krafts

Close Menu