Skip to main content

Blikar perluðu 2106 armbönd

By 11. júlí 2018mars 25th, 2024Fréttir

Sunnudaginn 8. júlí komu Blikar saman og perluðu af Krafti í Smáranum í Kópavogi. Blikar voru með þessu að reyna að ná Perlubikarnum til sín. Um 250 manns mættu á svæðið og perluðu á fullu í fjóra klukkustundir. Keppnisskapið var við völd og náðu Blikar að perla 2106 armbönd.

Blikar voru það metnaðarfullir að ná að perla sem flest armbönd að böndin fyrir armböndin kláruðust og þurfti sjálfboðaliði að þeytast út í næstu búð til að redda fleiri böndum. Af þeim sökum var ákveðið að framlengja um hálftíma. Blikar eru nú í þriðja sæti í Perlubikarnum en hafa náð að perla mest af öllum liðum á höfuðborgarsvæðinu. Sunnlendingar trjóna enn á toppnum þar sem þeir slógu met 20. júní síðastliðinn og perluðu þá 2308 armbönd.

Einungis eitt lið á eftir að taka þátt í Perlubikarnum og er það Fram sem ætlar að reyna við bikarinn núna 11. júlí milli 15 og 19 í Framheimilinu Safamýri. Þetta er skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna og tilvalið tækifæri að láta gott af sér leiða. Armböndin eru líka til sölu á viðburðinum og á vefsíðu Krafts www.kraftur.org en allur ágóði af armböndunum rennur til félagsins.

Facebook síða viðburðarins er https://www.facebook.com/events/2114170298819433/