Skip to main content

Borgarleikhúsið bauð Krafts-félögum á Billy Elliot

By 29. september 2015mars 25th, 2024Fréttir

Borgarleikhúsið var svo rausnarlegt að bjóða Krafti 50 miða til ráðstöfunar fyrir félaga sína á leiksýninguna Billy Elliot þann 24. september sl. Þar sem ekki var hægt að bjóða öllum félögum Krafts á sýninguna, ákvað Kraftur að bjóða nýgreindum félögum og fjölskyldum þeirra og auk þess tryggum félögum Krafts sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins í gegnum árin. Það var sannarlega gaman að geta boðið þessum félögum okkar og fjölskyldum þeirra miða á þessa frábæru sýningu sem allir þáðu með þökkum. Kraftur þakkar Borgarleikhúsinu af alhug þann hlýhug sem það sýndi Krafti með þessu góða boði um leið og við hvetjum alla til þess að fara og sjá þessa stórkostlegu sýningu.