Skip to main content

Dagskrá Krafts í ágúst

Nú þegar hausta tekur er starfsemi Krafts öll að komast aftur í samt horf. Við hlökkum mikið til að eiga frábærar stundir með þér og þínum í haust.

Sjá hér dagskrá Krafts sem PDF

Lífið er núna Festival

Þann 10. september verður Lífið er núna festivalið haldið hátíðlega á Hótel Hilton. Þetta er árshátíð fyrir félagsmenn okkar þar sem við komum saman, fræðumst og njótum líðandi stundar. Um kvöldið verður svo þrusu partý. Þetta er viðburður sem enginn félagsmaður ætti að láta framhjá sér fara en takmarkað pláss er í boði. Skráning fer fram hér.

Hvetjum af Krafti

Laugardaginn 20. ágúst, verður Reykjavíkurmaraþonið haldið með pompi og prakt en það er ein helsta fjáröflunarleið Krafts og það eru fjölmargir sem ætla að hlaupa af Krafti til stuðnings félaginu. Til að hvetja þau áfram í hlaupinu verðum við með hvatningarstöðvar á hlaupaleiðinni og hvetjum við þig og þína til að koma og vera með í Klappliði Krafts. Endilega meldaðu þig á Facebook-viðburðinn okkar en við lofum Kraftmikilli stemningu.