Skip to main content

Dagskrá Krafts í janúar

Við vonum að þú hafir notið hátíðanna og að nýtt ár taki vel á móti þér. Við erum rosalega spennt fyrir nýju ári og byrjum árið af Krafti með vitundarvakningu og fjáröflunarherferð frá 21. janúar til 4. febrúar þar sem við vekjum athygli á félaginu og fyrir hvað við stöndum. Við hlökkum mikið til að sýna ykkur herferðina og segja ykkur meira frá henni á næstu vikum.

Viðburðir hjá félaginu verða enn sem komið er rafrænir en við munum vita nánar um framvindu mála eftir 12. janúar. NorðanKraftur tekur aftur til starfa og verður fyrsti viðburðurinn þann 13. janúar. Eins munu AðstandendaKraftur og StelpuKraftur vera með rafræna hittinga. Ganga í kringum Rauðavatn verður á dagskrá með Að klífa brattann. Við vekjum líka athygli á skemmtilegum fræðslufyrirlestri þann 14. janúar, hvernig við getum gert árið 2021 að því besta hingað til.

FítonsKraftur er kominn í snilldar samstarf við Fjarmedferd.is. Fjarmeðferð er fjarþjálfunarsnjallforrit og með því getur þú fengið sérsniðnar æfingaáætlanir, séð myndbönd af æfingum og haft samband við Atla, þjálfara FítonsKrafts, í gegnum skilaboð eða bókað myndfundi. Sjá nánar hér.

Þú getur hlaðið niður dagskránni fyrir janúar og smellt á hvern viðburð fyrir frekari upplýsingar.