Skip to main content

Dagskrá Krafts í janúar

Við í Krafti göngum spennt inn í nýtt ár og hlökkum til að eiga viðburðarríkt ár með ykkur og hamast við að skapa góðar minningar. Starfsemi Krafts er komin á fullt skrið á nýju ári og erum við á fullu að undirbúa spennandi hluti sem munu koma í ljós í lok þessa mánaðar.

Okkar föstu liðir eru á sínum stað, StelpurKraftur hittist í gær á töfrandi tarotstund og ætlar sér að hittast aftur síðar í janúar. StrákaKraftur ætlar saman í bíó á miðvikudaginn. FítonsKraftur býður upp á fyrstu skrefin í rætkinni sem sló heldur betur í gegn síðasta vetur. Við verðum svo með áhugaverðan fræðslufyrirlestur um næringu og krabbamein og svo æltar AðstandendaKraftur að byrja árið með yndislegri Hyggestund.

Hér er hægt að kíkja á skipulagið fyrir janúarmánuð.