Skip to main content

Dagskrá Krafts í júlí

Við hjá Krafti vekjum athygli á því núna í júlí að þó fólk fari í sumarfrí þá fer krabbamein ekki í frí. Við höfum því tekið saman opnunartíma hjá þjónustuaðilum sem sinna krabbameinsveikum og aðstandendum. Þú getur séð allt um það hér.

Þjónusta Krafts dregst saman yfir sumartímann. Hóparnir okkar; StelpuKraftur, StrákaKraftur, FítonsYoga, FítonsKraftur og AðstandendaKraftur taka sér smá pásu yfir sumartímann. Sálfræðingur Krafts er í sumarfríi fram í miðjan ágúst en við getum bent þér á önnur úrræði. Skrifstofa Krafts verður opin alla virka daga nema föstudaga á milli klukkan 9 og 16. 

Við ætlum að vera með tvo skemmtilega viðburði í júlí þar sem fjölskyldan getur komið saman og notið góðra stunda. Við verðum með kvöldvöku og varðeld við Elliðavatn og svo skellum við okkur í Frisbígolf á Klambratúni.
Einnig verðum við með eina göngu í júlí þar sem við leitum að hringnum í Heiðmörk

Annars hlökkum við til að eiga gott sumar með ykkur. Hér er hægt að hlaða niður PDF útgáfu af dagskránni okkar í júlí.