Skip to main content

Dagskrá Krafts júlí

Jibbý jeyyy það er komið sumar og þrátt fyrir að fastir liðir eins og vanalega séu í sumarfríi í júlí þá verðum við með opið og dagskrárliði fyrir alla félagsmenn að koma saman og njóta sumarsins – sjá meira að neðan.

KRABBAMEIN FER EKKI Í FRÍ

Á hverju ári vekur Kraftur athygli á því að þó að starfsfólk fari í sumarfrí fer krabbamein ekki í frí og því auglýsum við opnunartíma hjá hinum ýmsu þjónustuaðilum í heilbrigðiskerfinu og stuðningsaðilum og dreifum plakötum og upplýsingum um opnunartíma yfir sumartímann, sjá hér.

Að því tilefni erum við líka með tvo skemmtilega viðburði fyrir alla fjölskylduna þar sem við komum saman og njótum líðandi stundar.

Sjá hér dagskrá Krafts sem PDF

SUMAROPNUN KRAFTS

Við vekjum athygli á því að það verður sumaropnun á skrifstofunni okkar í júlí en þá er skrifstofan lokuð á föstudögum en þið náið alltaf í okkur í síma 866-9600. NorðanKraftur verður einnig í sumarfríi í júlí.

HLAUPTU AF KRAFTI

Laugardaginn 20. ágúst, verður Reykjavíkurmaraþonið haldið með pompi og prakt en það er ein helsta fjáröflunarleið Krafts og hvetjum við þig og þína til að hlaupa af Krafti til stuðnings félaginu.