Skip to main content

Dagskrá Krafts í nóvember

Í nóvember verðum við í Krafti með fullt af flottum viðburðum. Fastir liðir eins og vanalega eins og hittingar hjá StelpuKrafti, StrákaKrafti, NorðanKrafti og AðstandendaKrafti verða að sjálfsögðu á dagskrá sem og ganga í nágrenni Reykjavíkur. En að auki verða fullt af öðrum flottum viðburðum eins og sjá má á dagskránni sem hægt er að hlaða niður hér sem PDF. Við vekjum líka sérstaka athygli á að Aðventukvöldið okkar verður 8. desember nk. og á viðburðunum hér að neðan.

Sýrlenskur góðgerðarkvöldverður

Við verðum með einstakt góðgerðarkvöld þann 17. nóvember þar sem hópur Sýrlendinga mun mæta til Krafts og vera með sýrlenskan góðgerðarkvöldverð þar sem allur ágóði rennur til félagsins. Kynntu þér málið.

Jólin og sorgin í erfiðum aðstæðum

Allir sem hafa orðið fyrir sorg kannast við að tímamót eins og afmæli og jól geta verið erfið og fólk fer jafnvel að byrja kvíða hátíðum. Miðvikudaginn 23. nóvember mun Ína Ólöf Sigurðardóttir frá Sorgarmiðstöðinni koma og halda fræðslufyrirlesturinn Jólin og sorgin í erfiðum aðstæðum. Ína mun segja frá sinni reynslu og miðla áfram uppbyggilegum ráðum. Sjá nánar hér.

Keilukvöld

Við ætlum að skella okkur í keilu í lok nóvember og njóta þess að spila saman og snæða eftir á. Takmarkað pláss í boði svo um að gera að skrá sig strax í dag.